Fyrsti föstudagurinn

Í skólagarðinumKarólína fór í skólan í morgun. Klukkan ellefu kom ég þangað og við fórum í fyrsta dönsku tíman. Hún fer í tvo klukkutíma á dag í sérstakan bekk þar sem þeim er kennd danska. Að því loknu fórum við heim og dressuðum okkur upp, fórum í pils, settum í okkur fasta flétu (kallinn orðinn svona líka helvíti góður í því). Tókum nokkrar myndir og fórum í stóra búð með næstum öllu. þar fann ég hjól sem ég er að spá í að kasta eign minni á. Hér eru svo þrjár myndir frá afrekum dagsin. Efsta myndin er tekin í skólagarðinum en hinar við tréð á horninu.  Við stóra tréð á horninuFyrirsætan við stóra tréð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

halló sætu mín, mikið hlýtur að vera gaman hjá ykkur og spennandi, þú verður að vera dugleg að læra dönskuna Lína svo þú getir kennt Arnhildi þegar við komum út

við treystum á að þegar við komum að þá komum við inní verndað umhverfi þar sem allir eru búnir að öllu og geti kennt og sýnt okkur einsog við vitum að vinir aðstoði hvern annan... ekki gæti ég þetta svona alein...

ástarkveðja í bæinn

A og A  

anný og arnhildur (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 20:50

2 identicon

Þér fer fram í fléttugerð Sigurgrímur. Og myndirnar eru æðislegar líka! Sérstaklega sú neðsta!

Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 23:15

3 identicon

Yndislegar myndir! Ertu viss um að litla prakkaraskottan með bleiku húfuna sé sú sama og þessi yfirvegaða og glæsilega á neðstu myndinni... orðið umskiptingur öðlast nýja merkingu! ;o) Frábærar myndir sæti minn...

Inga syss (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 23:51

4 identicon

Gaman að sjá líka hvernig mosinn vex á trénu, hann vex bara í skugganum ef ég man rétt, þannig er hægt að finna út áttirnar sumsstaðar og rata. Mergjað

Inga syss (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Tinna

Rosalega er ég ánægð með flétturnar

 Þú stendur þig vel.

xxo

Tinna, 16.8.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurgrímur Jónsson

Höfundur

Sigurgrímur Jónsson
Sigurgrímur Jónsson

Vísindamaður með krullað hár.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC00147
  • DSC00149
  • DSC00150
  • DSC00148
  • DSC00145

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 511

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband