Tarzantré

Hér í Sonderborg er allt fullt af trjám. Þessi stærri, því varla er hægt að segja stóru því þau eru flest stór, eru kölluð Tarzantré. Þetta er ekki leiðinleg náttúra þegar maður er sex. Karólína er alltaf uppí tré eða að spurja hvort hún megi klifra.Tarzan 1 Skiptir engu hvort hún sé í buxum, kjól eða pilsi. En sem komið er hefur hún ekki lent í vandræðurm í þessu klifri sínu en það hlýtur að  fara að koma að því hjá henni eins og öllum öðrum. Klifra aðeins of hátt.DSC00053 Nokkur góð tré eru við kastalan, allvöru Tarzantré. Þessar myndir eru allar teknar þarDSC00054. Svo eftir allt klifrið fáum við okkur ís og öl.DSC00056Rétt svona til að kjæla sig í hitanum. Annars er spáð þrumuveðri í dag svo best er að halda sig inni. Ætla að reina að kíkja niðrí skólann minn á eftir rétt svona til að litast um.

þar til næst. Síja.


Hún dóttir mín.

Lilan 2

 

Þetta er hún dóttir mín. Hún fæddist 14.08.08 en ég hef ekki séð hana enþá þar sem það er nokkuð langt á milli okkar. Ekki veit ég hvort er verri tilhugsun, það að eiga nýfætt barn í öðru landi sem maður hefur alldrey séð eða það að ástæðan fyrir því að ég hefur alldrey séð barnir séu ákvarðanir sem ég tók sjálfur. Námið mitt er hér og hér mun ég vera á meðan mentavegurinn er genginn.

Stoltur er ég af minni og elska hana af öllum lífs og sálar kröftum. Ég hugsa að ég gæti ekki verið lánsamari, hún er með tíu fingur og tíu tær. Er skír og athugu, undur fögur og í alla kannta yndisleg. Til stóð að hún fæddist fimmta ágúst, ég planaði utanlands ferð mín þann ellefta en það var ekki nóg. Sú stutta lét bíða eftir sér framm yfir ferðadag minn og gott betur enn það. Ekki veit ég hvenær ég fæ svo hitta hana, hvenær leiðir okkar liggja saman. Heim kem ég um jólin það er víst en hvort mér sé unnt að mæta fyrr verður að ráðast. Til stendur að skíra hana fljótlega og væri gaman að komast þá. Langar mig soldið í framtíðinni að geta sýnt henni myndir af okkur saman þegar hún var skírð.

Myndirnar þessar fékk ég á síðunni hennar Tinnu.

Ágúst 2008 201

 

 

Ágúst 2008 082  lítil prinsessa 058 lítil prinsessa 070

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bílar

Nú er ég búinn að vera hérna í Danaveldið í rétt rúmlega viku. Það er einnig rétt um vika síðann ég sat í bíl seinast. Allar ferðir mínar hafa verið fyrir minna eigin orku. Mikið fynnur maður nú fyrir því. Ég er þreyttari á kvöldin, fer að sofa um ellefu. Vakna hressari og er orkumeiri um daginn. Sennilega kemst maður bara í gott form á þessu öllu saman.

Laugardagurinn fyrsti

Jæja þá er enn einn dagur að kveldi kominn. Hann byrjuðum við á því að fara í þvottadjobbið og skúruðum af okkur larfana. því næst reikuðum viðrí bæ, fengum okkur ís og Carlsber. Skindilega hringdi síminn. Það var Kristín hjá íslendingafélaginu að láta mig vita að það væri hittingur á Loftinu, DSC00032félagsheimili íslendingafélagsins, í tilefni af leik Íslendinga og Dana á ólimpíuleikunum. þar sem við lína vorum í nágrenninu skeltum við okkur. Hún lék sér í garðinum með öðrum krökkum meðan við hin fullorðnu horfðum á leikin og skáluðum í öðrum Carlsberg. Eftir að Danir höfðu marið framm jafntefli og lína svitnað á við fjölbragðaglímukappa í sólinni úti röltum við heim í kvöldmat. Klukkann orðin rúmlega sex, heiðskírt úti og rúmlega tuttugu stiga hiti úti. Ég hafði séð auglisyngar um strandparty svo við Karólína ákváðum að skella okkur á ströndina, ekki nema kortersgangur frá okkur þótt við séum inní miðjum bæ. Glampandi sól, apelsínusafi og strönd.DSC00034 Hvað gæti verið betra. Þetta gerir maður ekki á íslandi skal ég seigja þér. Við hittum Birnu og strákana og krakkaskarinn skellti sér í sjóinn að veiða marglitur.DSC00039 Þarna hittum við líka fleyrri íslendina sem voru á leiknum fyrr um daginn. Strax farin að hitta fólk á förnum vegi þetta er ekki stærri borg en það( í gær hitti ég td konu í búð sem ég talaði við í lestinni á leiðinni hingað og mömmu hans Atla félaga míns). Eftir hamagang í sjónum röltum við lína svo sem leið lá heimáleið og er óþafri að segja að hún sofnaði um leið og höfuðið snerti koddann. Ég frétti af því að íslendingafélagið er með fótboltalið sem æfir tvisvar í viku og ætla ég að skella mér næst. það er á mánudaginn. Stutt að fara því það æfit hinumegin við götuna sem við Karólína komum til með að búa í. En gott í bili. farinn af sofa. Ætli það verði ekki bara fleirri æfintýri á morgun.

Fyrsti föstudagurinn

Í skólagarðinumKarólína fór í skólan í morgun. Klukkan ellefu kom ég þangað og við fórum í fyrsta dönsku tíman. Hún fer í tvo klukkutíma á dag í sérstakan bekk þar sem þeim er kennd danska. Að því loknu fórum við heim og dressuðum okkur upp, fórum í pils, settum í okkur fasta flétu (kallinn orðinn svona líka helvíti góður í því). Tókum nokkrar myndir og fórum í stóra búð með næstum öllu. þar fann ég hjól sem ég er að spá í að kasta eign minni á. Hér eru svo þrjár myndir frá afrekum dagsin. Efsta myndin er tekin í skólagarðinum en hinar við tréð á horninu.  Við stóra tréð á horninuFyrirsætan við stóra tréð

Það sem á daga okkar hefur drifið.

Við fórum í skólann hennar karólínu á miðvikudag. Hittum skólastjórann, spjölluðum heillengi við hann og úr varð að Karólína máti koma morguninn eftir, fimtudagsmorgun. "Spennann var gífurleg og ég varð ær" eins og segir í laginu. Það þurfti nátúrulega að baða þá stuttu og greiða henni. Ég var svo heppinn að sjá hvernig ætti að gera fastafléttDSC00007u áður enn ég lagði af stað hingað suðreftir. Nú var kominn tími á að prufa sjálfur og getur hver dæmt um árangurinn fyrir sig. Skólinn gékk vel fyrir sig. Við hittum Gitte en hún er kennarinn hennar Karólínu. Verulega viðkunnaleg kona. Lína var svo dugleg að ég fór og skildi hanna eftir í fullri kennslustofu af fólki sem talaði ekki íslensku og hún ekki dönsku.

FallbyssannSvo við höfninaum eitt leitið sótti ég hana og við fórum í svaka göngutúr. Skoðuðum kastalann, smábátahofnina, ströndina, smábátahofnina, vindmyllu, og margt fleirra. Tíndum skeljar og gerðum margt annað skemtilegt. Í einum garðinum sáum við kanínur tvær á vappi en náðum ekki að komast nálægt þeim. Svo þegar við vorum á heimleið........ þá kom Bambi. Tveir Bambar komu þjótandi útúr skóginum, yfir götuna og inn í skóginn hinumegin. Það var svaka fjör.
þegar dagur var að kveldi kominn var ekki erfit að sofna enda mikið búið að ske og annar spennandi dagur á morgunn því þá byrjum við karólína í dönskukenslu fyrir útlendinga. Sennilega verður hún á undann mér að ná tungumálinu. Gerum  úr þessu keppni.


Þá er að byrja.

Jæja.

Fyrst við Karólína erum komin hingað hinumegin við hafið bláa er ekki seinna vænna en að byrja að blogga eins og annar hver íslendingur. Ferðin hingað gékk stórslisalaust fyrir sig og erum við búin að koma okkur nokkuð þægilega vel fyrir á heimavist innan um unglinga hérna í Sonderborg. Karólína byrjaði í skólanum í morgun og gékk það svona glimrandi.

Frétt dagsins:

Lilan 6 klukkutíma gömul

Í nótt klukkan 2:26 fæddist stúlkubarn. Móður og barni heilsast vel. Verst að ég gat ekki verið á staðnum.

 


Um bloggið

Sigurgrímur Jónsson

Höfundur

Sigurgrímur Jónsson
Sigurgrímur Jónsson

Vísindamaður með krullað hár.

Ágúst 2008
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSC00147
  • DSC00149
  • DSC00150
  • DSC00148
  • DSC00145

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband