Pressa

Þá er þumalskrúfan komin á. Annarverkefnið komið á fullt, eigum að sýna það fyrir skólafélögum, prófessorum, blaðamönnum, útvarpsmönnum og sjónvarpsmönnum um miðjan des. Engin pressa í því neitt bara styttur vinnutími verkefnisins um mánuð. En það hlýtur að reddast. Samkvæmt skipulagi eigum við að fá rafsegla í hendurnar í dag og getum þá væntanlega byrjað að prufa okkur áfram. Ég smíðaði mína fyrstu tölfu í gær, svokallað Philips micro kit controler. Fékk alla íhluti og raðaði samann, lóðaði og bjó til tölfu úr viðnámum, transistorum, kubbum og stöffi. Set mynd af henni inn fljótlega. Þessa tölfu er ég búinn að vera að læra að forrita í haust og kem til með að nota það semeftir er skóla. Hún verður meðal annars notuð til að stýra allri virkni í komandi verkefnum sem lögð verða fyrir okkur.

 

myndir_278.jpgKarólína er orðin ansi sleip í dönskunni þó hún vilji ekki viðurkenna það sjálf, heheh. Ég heiri hana alltaf tala meira og meira við skólafélaga og kennara. Held sveimérþá að það sé ekki langt í að hún fari að tala fyrir okkur í búðum og annað. Mömmusót hefur gert vart við sig og tölum við mikið um Mömmu, Begga og Dagmar litlu systir, hvað það verður gaman að koma heim um jólin og kúra hjá mömmu á Stokkseyrinni enda orðnir heilir 3  mánuðir síðan við komum hingað.

Þessi mynd er sennilega tekin inní Skorradal, að Fitjum. þori nú samt ekki að fara nákvæmlega með það en allavega er svipur með þeim mæðgum.

Best að fara að læra.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurgrímur Jónsson

Höfundur

Sigurgrímur Jónsson
Sigurgrímur Jónsson

Vísindamaður með krullað hár.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSC00147
  • DSC00149
  • DSC00150
  • DSC00148
  • DSC00145

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband