20.8.2008 | 19:35
Hún dóttir mín.
Þetta er hún dóttir mín. Hún fæddist 14.08.08 en ég hef ekki séð hana enþá þar sem það er nokkuð langt á milli okkar. Ekki veit ég hvort er verri tilhugsun, það að eiga nýfætt barn í öðru landi sem maður hefur alldrey séð eða það að ástæðan fyrir því að ég hefur alldrey séð barnir séu ákvarðanir sem ég tók sjálfur. Námið mitt er hér og hér mun ég vera á meðan mentavegurinn er genginn.
Stoltur er ég af minni og elska hana af öllum lífs og sálar kröftum. Ég hugsa að ég gæti ekki verið lánsamari, hún er með tíu fingur og tíu tær. Er skír og athugu, undur fögur og í alla kannta yndisleg. Til stóð að hún fæddist fimmta ágúst, ég planaði utanlands ferð mín þann ellefta en það var ekki nóg. Sú stutta lét bíða eftir sér framm yfir ferðadag minn og gott betur enn það. Ekki veit ég hvenær ég fæ svo hitta hana, hvenær leiðir okkar liggja saman. Heim kem ég um jólin það er víst en hvort mér sé unnt að mæta fyrr verður að ráðast. Til stendur að skíra hana fljótlega og væri gaman að komast þá. Langar mig soldið í framtíðinni að geta sýnt henni myndir af okkur saman þegar hún var skírð.
Myndirnar þessar fékk ég á síðunni hennar Tinnu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:30 | Facebook
Um bloggið
Sigurgrímur Jónsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju elsku litli bróðir. Hún er yndisleg, og sannast sagna finnst mér ég eigi hana. Ég bar hana í fanginu út af fæðingardeildinni og útí bíl. Mikilvægt hlutverk sem er venjulega í höndum pabbans, en núna var mér falið þetta verk í þinn stað. Ég get ímyndað mér að það sé erfitt að vera svona langt í burtu... Vonandi hittist þið sem fyrst.
Bið að heilsa Karólínu.
Ingibjörg stórasystir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:03
Hæhæ gímsi minn og innilega til hamingju með litlu skottuna hún er algjör músla. Gaman að geta fylgst svona með ykkur þarna úti í langtíburtistan :)
Gangi ykkur allt í haginn bestu kveðjur Lúvísan
Jóhanna Lúvísa (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 10:42
Til lukku með skvísuna Gimpi ;) kíki svo á ykkur þarnæstuhelgi ;)
kv. Odense pakkið
Dagný (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 22:06
Stelpan er yndisleg, ég rölti yfir og kíkti á hana í fyrradag. Unnur syss skipti á bleyju og þóttist auðvitað eiga í henni hvert bein.
Hlakka til að sjá þig aftur bróðir, passaðu ykkur Línu litlu vel og hafið það sem best
Inga syss (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 13:22
Elsku bróðir.
Skoðaði flug fyrir ykkur Karólínu áðan:
Flug 5.sept til Rvk og til baka 7. sept (kl 7:00) kostar 60þ með Icelandexpress
Flug 5.sept til Rvk og til baka 7.sept (kl 13:00) kostar 90þ með Icelandair
Flug helgina á undan kostar 85þ með Icelandexpress, og þá verðurðu að vera lengur því allt er uppbókað á sunnudag.
Hey! Ljósi punkturinn er að í staðinn fyrir skírnina nærðu að koma þegar þú getur verið lengur og kynnst henni Sigurgrímsdóttur betur. Horfum á björtu hliðarnar
Ingibjörg stóra sys (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.