25.9.2008 | 07:49
María Ísól
María er að verða stór stelpa. Hérna er hún hjá Ingibjörgu frænku. Þær systur mínar hafa verið iðnar við að senda mér myndir. Við erum nú að vinna í heimferð svo það stittist vonandi í að ég sjái litlu prinsessuna. Undarlegt hvernig það er hægt að sakna einhvers sem maður hefur aldery að fullustu hitt. Oft sit ég á kvöldin, skoða myndirnar og ímynda mér hvernig sé að halda á henni, hvernig hún bregðist við þegar ég kítla hana, hvernig hláturinn sé og brosið. Fagnaðarfundur verður það, það er víst.
Sakleisið í sinni fegurstu mynd. Hvernig er annað hægt en verða yfir sig ástfangin af svona kríli. Það má svo sannarlega segja að ég eigi góða og fallega fjölskildu með þær Karólínu mér við hlið og getur ekki nokkur lifandi maður tekið það frá mér. Fátt er mikilvægara en að eiga góða fjölskildu, hún stendur saman sama hvað á gengur, einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Ingibjörg frænka með Maríu á fæðingardeildinni að ég held. Sú stutta hefur stækkað mikið síðann þá, rýkur upp eins og blóm að vori. Er dugleg að borða og hafa ofan af fyrir mömmu sinni.
Sagt er að María sé farin að líkjast karólínu meir og meir, sérstaklega munnsvipurinn. Dæmi hver fyrir sig, kanski ég fynni seinna mynd af Línu á svipuðum aldri til samanburðar.
Ég setti fyllt af nýjum myndum inní möppurnar Lillan og Nýtt. Endilega kíkið á það.
Bloggfærslur 25. september 2008
Um bloggið
Sigurgrímur Jónsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 810
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar