20.8.2008 | 19:35
Hún dóttir mín.
Þetta er hún dóttir mín. Hún fæddist 14.08.08 en ég hef ekki séð hana enþá þar sem það er nokkuð langt á milli okkar. Ekki veit ég hvort er verri tilhugsun, það að eiga nýfætt barn í öðru landi sem maður hefur alldrey séð eða það að ástæðan fyrir því að ég hefur alldrey séð barnir séu ákvarðanir sem ég tók sjálfur. Námið mitt er hér og hér mun ég vera á meðan mentavegurinn er genginn.
Stoltur er ég af minni og elska hana af öllum lífs og sálar kröftum. Ég hugsa að ég gæti ekki verið lánsamari, hún er með tíu fingur og tíu tær. Er skír og athugu, undur fögur og í alla kannta yndisleg. Til stóð að hún fæddist fimmta ágúst, ég planaði utanlands ferð mín þann ellefta en það var ekki nóg. Sú stutta lét bíða eftir sér framm yfir ferðadag minn og gott betur enn það. Ekki veit ég hvenær ég fæ svo hitta hana, hvenær leiðir okkar liggja saman. Heim kem ég um jólin það er víst en hvort mér sé unnt að mæta fyrr verður að ráðast. Til stendur að skíra hana fljótlega og væri gaman að komast þá. Langar mig soldið í framtíðinni að geta sýnt henni myndir af okkur saman þegar hún var skírð.
Myndirnar þessar fékk ég á síðunni hennar Tinnu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 20. ágúst 2008
Um bloggið
Sigurgrímur Jónsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 810
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar