Laugardagurinn fyrsti

Jæja þá er enn einn dagur að kveldi kominn. Hann byrjuðum við á því að fara í þvottadjobbið og skúruðum af okkur larfana. því næst reikuðum viðrí bæ, fengum okkur ís og Carlsber. Skindilega hringdi síminn. Það var Kristín hjá íslendingafélaginu að láta mig vita að það væri hittingur á Loftinu, DSC00032félagsheimili íslendingafélagsins, í tilefni af leik Íslendinga og Dana á ólimpíuleikunum. þar sem við lína vorum í nágrenninu skeltum við okkur. Hún lék sér í garðinum með öðrum krökkum meðan við hin fullorðnu horfðum á leikin og skáluðum í öðrum Carlsberg. Eftir að Danir höfðu marið framm jafntefli og lína svitnað á við fjölbragðaglímukappa í sólinni úti röltum við heim í kvöldmat. Klukkann orðin rúmlega sex, heiðskírt úti og rúmlega tuttugu stiga hiti úti. Ég hafði séð auglisyngar um strandparty svo við Karólína ákváðum að skella okkur á ströndina, ekki nema kortersgangur frá okkur þótt við séum inní miðjum bæ. Glampandi sól, apelsínusafi og strönd.DSC00034 Hvað gæti verið betra. Þetta gerir maður ekki á íslandi skal ég seigja þér. Við hittum Birnu og strákana og krakkaskarinn skellti sér í sjóinn að veiða marglitur.DSC00039 Þarna hittum við líka fleyrri íslendina sem voru á leiknum fyrr um daginn. Strax farin að hitta fólk á förnum vegi þetta er ekki stærri borg en það( í gær hitti ég td konu í búð sem ég talaði við í lestinni á leiðinni hingað og mömmu hans Atla félaga míns). Eftir hamagang í sjónum röltum við lína svo sem leið lá heimáleið og er óþafri að segja að hún sofnaði um leið og höfuðið snerti koddann. Ég frétti af því að íslendingafélagið er með fótboltalið sem æfir tvisvar í viku og ætla ég að skella mér næst. það er á mánudaginn. Stutt að fara því það æfit hinumegin við götuna sem við Karólína komum til með að búa í. En gott í bili. farinn af sofa. Ætli það verði ekki bara fleirri æfintýri á morgun.

Bloggfærslur 16. ágúst 2008

Um bloggið

Sigurgrímur Jónsson

Höfundur

Sigurgrímur Jónsson
Sigurgrímur Jónsson

Vísindamaður með krullað hár.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC00147
  • DSC00149
  • DSC00150
  • DSC00148
  • DSC00145

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband