vá hvað klukkann er orðin, hún er rúmlega 2010.

Er um ár síðann ég skrifaði hér seinast.

Sumar í Sonderborg

Jæja þá er sumarið komið. Hér er hátt í 20 stiga hiti og í næstu viku er spáð 25 stiga hita. Til að leggja áherslu á það hversu gott veður er hér og til að sanna það þá læt ég hér eina mynd af karólínu tekna áðann þegar ég sótti hana í skólann. Takið eftir því hve léttklædd hún er í skólanum. 

DSC00143b


Sumar í Sonderborg

Jæja þá er sumarið komið með sól í haga og tilheirandi göngutúrum. Í dag fórum við í fyrsta ístúr sumarsins. Röltum við Karólína, Eyþór, Saga og Kára strandleiðina niðrí bæ, stopuðum á ströndinni og töltum svo sem leið lá nyðrað höfn og splæstum í ís og samlöku. Héðan er annars fínt að frétta, Karólína búin að ná flottum tökum á dönskunni og nóg hjá mér að gera í skólanum. Það styttist óðum í að Tinna og kó komi til okkar þá verður glatt á hjalla, líf og fjör á bænum. Skelli hérna nokkrum myndum af sumrinu í sonderborg og vonandi meira seinna.

 

DSC00137

 

feb 09 229
DSC00138
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Fleyrri myndir er svo að fynna í möppunni "Vetur og vor 08 09". 

Jól 2008

IMG 3432

Við Karólína erum búin að vera á klakanum um jólin. María tók okkur faggnadi og fer afar vel á með okkur öllum. Ég setti nokkrar myndir í möppuna Jól 2008 handa þeim sem skoða vilja en ætla að skrifa meira um ferðina seinna. Nú þarf ég víst að fara að læra, 35 síðna skírsla býður mín en skil á henni eru snemma í janúar. Best að fara að byrja.


Bekkjarmynd

Fékk senda bekkjarmynd frá skólanum hennar Karólínu í dag, föngulegur hópur þetta.

Bekkjarmynd litil

 

Slóðin á myndina í fullum gæðum


Pressa

Þá er þumalskrúfan komin á. Annarverkefnið komið á fullt, eigum að sýna það fyrir skólafélögum, prófessorum, blaðamönnum, útvarpsmönnum og sjónvarpsmönnum um miðjan des. Engin pressa í því neitt bara styttur vinnutími verkefnisins um mánuð. En það hlýtur að reddast. Samkvæmt skipulagi eigum við að fá rafsegla í hendurnar í dag og getum þá væntanlega byrjað að prufa okkur áfram. Ég smíðaði mína fyrstu tölfu í gær, svokallað Philips micro kit controler. Fékk alla íhluti og raðaði samann, lóðaði og bjó til tölfu úr viðnámum, transistorum, kubbum og stöffi. Set mynd af henni inn fljótlega. Þessa tölfu er ég búinn að vera að læra að forrita í haust og kem til með að nota það semeftir er skóla. Hún verður meðal annars notuð til að stýra allri virkni í komandi verkefnum sem lögð verða fyrir okkur.

 

myndir_278.jpgKarólína er orðin ansi sleip í dönskunni þó hún vilji ekki viðurkenna það sjálf, heheh. Ég heiri hana alltaf tala meira og meira við skólafélaga og kennara. Held sveimérþá að það sé ekki langt í að hún fari að tala fyrir okkur í búðum og annað. Mömmusót hefur gert vart við sig og tölum við mikið um Mömmu, Begga og Dagmar litlu systir, hvað það verður gaman að koma heim um jólin og kúra hjá mömmu á Stokkseyrinni enda orðnir heilir 3  mánuðir síðan við komum hingað.

Þessi mynd er sennilega tekin inní Skorradal, að Fitjum. þori nú samt ekki að fara nákvæmlega með það en allavega er svipur með þeim mæðgum.

Best að fara að læra.........


Nýjar myndir:

Héðan úr sonderborg er allt bærilegt að frétta. Kreppann lætur aðeins til sín taka þótt fæstir viðurkenni það, blankheit og geðvonska. Karólína talar orðið soldið dönsku þó svo hún vilji ekki segja mikið við mig, njósnaði um hana í skólanum um daginn og heirði hana eiga heilmikið samtal við skólafélaga sinn á dönsku. Ég er að drukna í verkefnum, pressan að kikka soldið inn.

DSC00133DSC00134DSC00141Við söknum hennar Maríu heil ósköp, prentuðum út myndir af henni og hengdum á veggina okkar til að hafa hana hjá okkur alltaf. Skrítið að sakna mannesku svona mikið án þess að hafa hitt hana í raun. Mikil ósköp sem okkur hlakkar til að knúsa þennann litla prakkara og puðra í bumbuna. Manni verður hreint íllt í hjartanu á því að horfa á þessar myndir hún er svo yndisleg.

En ég setti nokkrar nýjar myndir inn i Nýjar myndir möpuna. Endilega skoðið.


Friður

Magnað


María Ísól

4633769540233 0 BG

María er að verða stór stelpa. Hérna er hún hjá Ingibjörgu frænku. Þær systur mínar hafa verið iðnar við að senda mér myndir. Við erum nú að vinna í heimferð svo það stittist vonandi í að ég sjái litlu prinsessuna. Undarlegt hvernig það er hægt að sakna einhvers sem maður hefur aldery að fullustu hitt. Oft sit ég á kvöldin, skoða myndirnar og ímynda mér hvernig sé að halda á henni, hvernig hún bregðist við þegar ég kítla hana, hvernig hláturinn sé og brosið. Fagnaðarfundur verður það, það er víst.

 

5014769540233 0 BG

Sakleisið í sinni fegurstu mynd. Hvernig er annað hægt en verða yfir sig ástfangin af svona kríli. Það má svo sannarlega segja að ég eigi góða og fallega fjölskildu með þær Karólínu mér við hlið og getur  ekki nokkur lifandi maður tekið það frá mér. Fátt er mikilvægara en að eiga góða fjölskildu, hún stendur saman sama hvað á gengur, einn fyrir alla og allir fyrir einn.

1939669540233 0 BG5132769540233 0 BGDSC00089

Ingibjörg frænka með Maríu á fæðingardeildinni að ég held. Sú stutta hefur stækkað mikið síðann þá, rýkur upp eins og blóm að vori. Er dugleg að borða og hafa ofan af fyrir mömmu sinni.

Sagt er að María sé farin að líkjast karólínu meir og meir, sérstaklega munnsvipurinn.  Dæmi hver fyrir sig, kanski ég fynni seinna mynd af Línu á svipuðum aldri til samanburðar.

Ég setti fyllt af nýjum myndum inní möppurnar Lillan og Nýtt. Endilega kíkið á það.


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurgrímur Jónsson

Höfundur

Sigurgrímur Jónsson
Sigurgrímur Jónsson

Vísindamaður með krullað hár.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC00147
  • DSC00149
  • DSC00150
  • DSC00148
  • DSC00145

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband